Goodnight Beauty Box Jól 2021

Udsalgspris Pris 8.990 kr Normalpris 10.990 kr Stykpris  pr. 

Inklusive moms.

 

Goodnight Beauty Box
Inniheldur 3 af mjög vinsælum vörum frá Janssen Cosmetics og mörgum til mikillar ánægju er Beauty Sleep Maskinn kominn aftur vegna mikillar eftirspurnar eftir að hann sló í gegn og rauk út í sölu um allan heim jólin 2019. Vörunar koma í glæsilegum og afar vönduðum gjafakassa með loki.
-
Boxið inniheldur:
1x Goodnight Hand Mask 75ml
Nærandi og uppbyggjandi meðferð fyrir hendur og neglur með verndandi eiginleikum.
Áhrifarík næturmeðferð fyrir þurrar hendur, naglabönd og neglunar sjálfar, inniheldur ríkulegt magn af Biotin – B-Vítamíni sem styrkir neglunar og spornar gegn því að neglunar klofni eða brotna.
Næringarrík formúlan græðir þurra húð og sprungur, mýkir upp naglaböndin og vinnur gegn sáramyndun og þeim óþægindum sem fylgja þurrum höndum.
Maskinn hefur langvarandi áhrif og verndar hendur gegn þurrki og viðheldur sterkari og heilbrigðari nöglum með reglulegri noktun.
Mælt er með að nota maskann a.m.k. 2svar í viku eða oftar eftir þörfum, frábært að geyma hann á náttborðinu og bera á hendur og neglur rétt fyrir svefninn.
Er einnig sem frábær kostur sem daglegur handáburður þá sérstaklega fyrir þurrar hendur sem eru undir álagi vegna mikillar handþvottar/sótthreinsiefna/pappírsvinnu og.fl. þar sem maskinn smýgur fljótt niður í húðina og hendunar haldast vel nærðar en þurrar viðkomu.

-
1x Goodnight Lip Mask 15ml
Djúpvirkandi og einstaklega nærandi formúla sléttir varinar, losar um herping og fyllir uppí fínar línur af völdum þurrks ásamt því að gefa aukna fyllingu “plump”.
Dásamleg næturmeðferð fyrir þurrar varir en hentar einnig vel sem dagleg varanæring eða sem primer undir varaliti.
Varinar fá samstundis fylltara yfirbragð þar sem herpingur hverfur og sléttir út skilin á milli varanna og húðarinnar í kringum varinar sem gerir þær enn fylltari og mýkri auk þess fá varinar frísklegri litatón með mildri glansáferð.
Lip Mask inniheldur blöndu af hágæða náttúrulegum innihaldsefnum eins og sólkjarna- og hörfræjarolíu með ríkulegu magni af Omega 3 og 6 fitusýrum sem gefa einstaka næringu og verja varnar fyrir þurrk. Maskinn inniheldur einnig plöntuþykkni (Paracress Extract) unnið úr jurt sem heitir Spilanthes Acmella sem er vel þekkt fyrir einstaka eiginlega á húðina gegn svipbrigðalínum (hrukkum) og er gjarnan kölluð “Botox” Jurtin þar sem hún slakar á spennu og herping í húðinni og hefur einstaklega sléttandi áhrif.
Fyrir hámarksárángur sem næturmeðferð er mikilvægt að bera vel af maskanum yfir varasvæðið,  útfyrir varinar og alveg yfir efri vörina til þess að fá hámarks plumping áhrif.
Þannig nær maskinn hámarksvirkni og varinar fá aukna fyllingu þar sem allur herpingur hefur slaknað og djúpnærandi innihaldsefnin fylla uppí varinar sem verða silkimjúkar.

-
1x Beauty Sleep Mask 20ml
Næringaríkur næturmaski með djúpvirkandi plöntuefnum sem draga úr þreytumerkjum húðarinnar ásamt því að auka rakafyllingu með þéttandi og stinnandi áhrifum sem ná hámarksvirkni með viðgerðarferli húðarinnar yfir nóttina.
Inniheldur kröftugan þara, Euglenia Gracilis extract sem er gjarnan kallaður ´miracle algae´eða kraftaverka þari þar sem virknin er hreint kraftaverki líkust!
Þarinn hefur þann eiginleika að örva efniskipti húðfrumna svo um munar og eykur þannig orku húðarinnar og gefur henni sjáanlega aukinn húðljóma og frískara yfirbragð.
Maskinn inniheldur sérþróaða Instensyl® 3-D Express Lifting tækni þar sem náttúrulegar sykrur tengjast á yfirborði húðarinnar og mynda á örskömmum tíma fjaðurkennt net sem sem dregur húðina saman með þeim áhrifum að hún þéttis og togar bókstaflega upp slaka húðvefi.
Djúpvirkandi rakafgjöf smýgur niður í gegnum húðlögin með Hyaluronic sýru sem viðheldur einnig rakafyllingun húðarinnar ásamt því að frumunar fá andoxandi verndarhjúp með hinu margrómaða E-Vítamíni sem vinnur gegn frumuskemmdum og ótímabærri öldrun húðarinnar.
Noktun:
Berið ríkulegt magn af maskanum yfir andlitið rétt fyrir svefninn og nuddið létt yfir andlitið með fingurgómunum rétt áður en lagst er á koddann, en maskinn hefur þá að mestu síast niður húðina, um morgunin hreinsið húðina með volgum þvottapoka og toner.
Maskinn nær hámarksvirkni á meðan náttúrulegt viðgerðaferli húðarinnar vinnur yfir nóttina og eykur nýmyndunarferli húðarinnar sem gefur sjáanlega stinnari og sléttari áferð sannkallaður Beauty Sleep <3