Nærandi og verndandi handáburður fyrir hendur og naglabönd.
Dásamlega mjúkur handáburður sem byggir upp varnarlag og mýkir upp þurrar hendur og naglabönd með græðandi eiginleikum. Smýgur fljótt niður í húðina og er alveg smitfrír þannig hendunar haldast mjúkar og mattar viðkomu og smita ekki útfrá sér í fatnað, pappírsvinnu eða annað. Inniheldur næringarríka jurtablöndu sem dregur úr óþægindum vegna þurrks og græðir sár eða rifin naglabönd og hefur styrkjandi áhrif á neglunar. Mildur hlutlaus ilmur er af kreminu og hentar því vel fyrir alla markhópa.
Inniheldur: Echinacea: Purple coneflower, endurnýjandi og uppbyggjandi. Alpha-bisabolol: Virka efni kamillujurtarinnar dregur úr ertingu og roða, nærir. Glycerine: Bindur raka og eykur mýkt húðarinnar.