Beauty Sleep Mask Jól 2021

Sale price Verð 5.990 kr Regular price 6.990 kr Unit price  per 

Tax included.

 

Beauty Sleep Mask sló rækilega í gegn jólin 2019 og hafa ótalmargar fyrirspurnir borist hér heima sem um allann heim eftir þessum dásamlega maska í sölu aftur!
Kynnum því aftur til leiks Beauty Sleep Mask sem verður nú fáanlegur í tveimur útgáfum fyrir jólin annars vegar í mini útgáfu 20ml í Beauty Boxinu og svo einnig í sölu í fullri stærð 75ml.


1x Beauty Sleep Mask 75ml
Næringaríkur næturmaski með djúpvirkandi plöntuefnum sem draga úr þreytumerkjum húðarinnar ásamt því að auka rakafyllingu með þéttandi og stinnandi áhrifum sem ná hámarksvirkni með viðgerðarferli húðarinnar yfir nóttina.
Inniheldur kröftugan þara, Euglenia Gracilis extract sem er gjarnan kallaður ´miracle algae´eða kraftaverka þari þar sem virknin er hreint kraftaverki líkust!
Þarinn hefur þann eiginleika að örva efniskipti húðfrumna svo um munar og eykur þannig orku húðarinnar og gefur henni sjáanlega aukinn húðljóma og frískara yfirbragð.
Maskinn inniheldur sérþróaða Instensyl® 3-D Express Lifting tækni þar sem náttúrulegar sykrur tengjast á yfirborði húðarinnar og mynda á örskömmum tíma fjaðurkennt net sem sem dregur húðina saman með þeim áhrifum að hún þéttis og togar bókstaflega upp slaka húðvefi.
Djúpvirkandi rakafgjöf smýgur niður í gegnum húðlögin með Hyaluronic sýru sem viðheldur einnig rakafyllingun húðarinnar ásamt því að frumunar fá andoxandi verndarhjúp með hinu margrómaða E-Vítamíni sem vinnur gegn frumuskemmdum og ótímabærri öldrun húðarinnar.
Noktun:
Berið ríkulegt magn af maskanum yfir andlitið rétt fyrir svefninn og nuddið létt yfir andlitið með fingurgómunum rétt áður en lagst er á koddann, en maskinn hefur þá að mestu síast niður húðina, um morgunin hreinsið húðina með volgum þvottapoka og toner.
Maskinn nær hámarksvirkni á meðan náttúrulegt viðgerðaferli húðarinnar vinnur yfir nóttina og eykur nýmyndunarferli húðarinnar sem gefur sjáanlega stinnari og sléttari áferð sannkallaður Beauty Sleep <3

Gleðileg Jólin